Um þriðjungur dekkjaverkstæða neitaði þátttöku í könnun verðlagseftirlits ASÍ þegar kannað var verð á dekkjaskiptum fyrr í vikunni.

Eftirfarandi aðilar hafi ekki verið tilbúnir til þess að veita upplýsingar um verð: N1, Dekkjahöllin, Nesdekk, Sólning, Barðinn, Klettur, Hjólbarðaverkstæði Grafarvogs, Betra grip, Gúmmívinnustofan SP dekk, Bílkó, Kraftbílar og Hjólbarðaþjónusta Magnúsar.

Dæmi voru um að starfsmenn dekkjaverkstæðanna treystu sér ekki til að gefa upp verð eða vísuðu starfsfólki verðlagseftirlitsins á dyr.