Vilhjálmur Bjarnason, formaður félags fjárfesta, neitaði í beinni útsendingu að taka við 50 þúsund gjafabréfi frá Iceland Express.

Vilhjálmur tók þátt í spurningaþættinum Útsvari í Ríkissjónvarpinu og var þar í liði Garðabæjar, sem í kvöld bar sigur úr býtum í keppni við Reykjavík. Þátturinn í kvöld var úrslitaþáttur og sigraði því lið Garðabæjar keppnina þennan veturinn.

Í lok þáttarins fengu þátttakendur verðlaun. Meðal þeirra var 50 þúsund króna gjafabréf frá Iceland Express. Vilhjálmur neitaði að taka við gjafabréfinu með þeim orðum að hann vildi ekkert þiggja frá Iceland Express. Engar frekari skýringar fylgdu þessari ákvörðun Vilhjálms.