Felix Hufeld, forstjóri þýska fjármálaeftirlitsins (e. BaFin), neitar að segja af störfum vegna skandals hjá greiðslumiðlunarfyrirtækinu Wirecard. Viðurkennir hann að eftiráhyggja hefði hann átt að skipa saksóknara til rannsóknar mun fyrr.

Sjá einnig: Fyrrum forstjóri Wirecard handtekinn

Hann muni hins vegar ekki komi til með að hætta „svo lengi sem land mitt og Evrópa bera traust til mín,“ er haft eftir Hufeld. Umfjöllun á vef Financial Times.

Félagið fór í greiðslustöðvun í júnímánuði síðastliðnum í kjölfar þess að um 1,9 milljarðar evra, andvirði 314 milljarða króna, hurfu. Talið er að um saknæmt athæfi sé að ræða og hefur fjármálaeftirlitið í Þýskalandi sætt gagnrýni sökum málsins.

Sjá einnig: Wirecard týndi 1,9 milljörðum evra