Nelson Mandela er látinn, 95 ára að aldri. Heilsu hans hafði hrakað mjög síðustu mánuði vegna lungnasýkingar og var hann oft hætt kominn vegna hennar. Hann var útskrifaður af spítala í september eftir þriggja mánaða sjúkrahússlegu.

Mandela var virtur um allan heim fyrir baráttu sína gegn aðskilnaðarstefnu. Hann sat í fangelsi í 27 ár, allt til ársins 1990, en eftir það var hann kosinn forseti Suður-Afríku. Hann var forseti í fimm ár.