Nemendum í Háskóla Íslands hefur fjölgað um 42% frá árinu 2007 en í október á síðasta ári voru 13.600 nemendur við skólann. Nemendum hefur fjölgað um 4.000 við Háskóla Íslands á síðustu fjórum árum sem er svipaður fjöldi og stundar nú nám í Háskólanum í Reykjavík, Bifröst og á Akureyri samanlagt.

Nemendum á Bifröst hefur fækkað um 20% milli áranna 2007 og 2010 og voru tæplega 500 í október í fyrra. Nemendum í Háskólanum á Akureyri fjölgaði um 14% milli áranna 2007 og 2010 og eru 1.500. Fjöldi nemenda stendur í stað í Háskólanum í Reykjavík milli áranna 2007 og 2010 og eru um 2.500. Þetta kemur fram í tölum um skólasókn frá Hagstofu Íslands.