Frá því að Hagstofan hóf að safna upplýsingum um móðurmál nemenda hefur nemendum með erlent tungumál sem móðurmál fjölgað ár frá ári.

Voru 3.543 grunnskólanemendur með erlent móðurmál haustið 2015, sem er um 8,1% af öllum nemendum í grunnskólum landsins. Nemur fjölgunin 0,6 prósentustigum milli ára.

Er algengasta erlenda móðurmál nemenda pólska, og eiga 1.282 nemendur pólsku sem móðurmál, næst fjölmennasti hópurinn eru þeir sem hafa filippseysk mál að móðurmáli, en þeir eru 336 og þvínæst koma enskumælandi nemendur en þeir eru 240.