Rannsóknarnámssjóður Rannís lauk á dögunum úthlutun rúmlega 94 milljóna króna til rannsóknarverkefna á doktors- og masterstigi. Alls bárust sjóðnum 135 umsóknir og hlutu 17 verkefni styrk.

Af umsækjendum voru 60% konur en í boði voru styrkir til bæði meistaraog doktorsverkefna. Umsóknir skiptust nokkuð jafnt á milli ólíkra fræðasviða en af umsóknunum sem bárust voru um 80% frá nemendum við Háskóla Íslands.