Á dögunum hlutu átta grunnemar við Háskóla Íslands styrk til sumarnáms við þrjá háskóla í Bandaríkjunum sem teljast í hópi þeirra bestu í heimi.

Fram kemur í tilkynningu að þrír nemar hljóti styrk til tíu vikna rannsóknaverkefnis við California Institute of Technology - Caltech í Pasadena í Kaliforníu. Þessum styrkjum er nú úthlutað í sjöunda sinn sakvæmt samningi háskólanna frá 2008 en að þessu sinni hlutu Agnes Eva Þórarinsdóttir, nemi í efnafræði, Anna Bergljót Gunnarsdóttir nemi í efnafræði, og Páll Gunnarsson, nemi í hugbúnaðarverkfræði styrki. Um er að ræða svokölluð SURF - verkefni (Summer Undergraduate Research Fellowship) hjá Caltech en þau byggjast á rannsóknarsamstarfi á milli leiðbeinanda og nemenda í grunnámi.

Tveir nemar í verkfræði hlutu einnig styrk til að vinna ellefu vikna rannsóknarverkefni við Purdue háskólann í Indiana. Þeir eru Birkir Snær Sigfússon og Sveinn Pálsson nemendur í rafmagnsverkfræði. Samstarfið milli háskólanna er nýtt, það hófst árið 2013 en Purdue er einn stærsti og virtasti háskóli Bandaríkjanna á sviði verfræði. Hér er einnig um að ræða SURF - verkefni líkt og í Caltech.

Þrír nemar fengu styrk til átta vikna sumarnáms við Stanford-háskóla í Kaliforníu í Stanford Summer International Honors Program (SSIHP). Það hefur boðist nemendum Háskóla Íslands frá 2011. Styrkþegarnir eru að þessu sinni Jón Áskell Þorbjarnarson, nemi í stærðfræði, Hólmfríður Hannesdóttir, nemi í eðlisfræði, og Baldur Yngvason, nemi í rafmagns- og tölvuverkfræði. Auk þeirra munu átta aðrir nemendur úr ýmsum deildum Háskóla Íslands halda til SSIHP-sumarnámsins í Stanford.