*

sunnudagur, 20. júní 2021
Innlent 3. maí 2019 13:16

Nespresso opnar í Smáralind

Nespresso opnar verslun í Smáralind á morgun þar sem hægt verður að skila hylkjum til endurvinnslu

Ritstjórn
Nespresso í Smáralindinni opnar á laugardaginn næstkomandi.

Nespresso opnar verslun í Smáralind á morgun á göngugötu Smáralindar á 1.hæð við hlið Vero Moda og Jack & Jones. Í tilkynningu um opnunina segir að vöruúrval muni samanstanda af kaffivélum, aukahlutum og miklu úrvali af kaffi. Þar að auki geti viðskiptavinir skilað notuðum hylkjum til endurvinnslu í versluninni. 

„Við fögnum því gríðarlega að Nespresso sé að opna í Smáralind. Endurskipulagning Smáralindar er nú á lokametrunum og Nespresso er ein af þeim mikilvægu verslunum sem opna í Smáralind nú á árinu og styrkja Smáralind á þeirri vegferð sem við erum á.

Við höfum einbeitt okkur að því að tryggja stöðu Smáralindar með því að ná til landsins sterkum og öflugum alþjóðlegum leigutökum og skapa Smáralind samkeppnisforskot og festu á markaði. Nespresso fellur vel að þeim markmiðum og við efumst ekki um að viðskipavinir Smáralindar muni fagna Nespresso ákaflega“ segir Sturla Eðvarðsson, framkvæmdastjóri Smáralindar, í tilkynningu Nespresso um opnunina.