*

mánudagur, 25. október 2021
Innlent 12. október 2021 17:58

Nespresso opnar á Akureyri

Stefnt er að því að opna nýja Nespresso verslun á Glerártorgi á Akureyri í fyrri hluta nóvember.

Ritstjórn
epa

Nespresso mun opna nýja verslun á Glerártorgi í næsta mánuði og er undirbúningur nú í fullum gangi. Með nýju versluninni horfir fyrirtækið til þess að bæta aðgengi og þjónusta einstaklinga og fyrirtæki betur á norðurlandi. Stefnt er að því að opna verslunina í fyrri hluta nóvember.

Fyrir er Nespresso með verslanir í Kringlunni og Smáralind, ásamt því að bjóða upp á netverslun og fyrirtækjaþjónustu. Umboðsaðili Nespresso á Íslandi er Perroy ehf.

Nespresso er með höfuðstöðvar í Lausanne í Sviss og starfar í 70 löndum, rekur yfir 800 verslanir með um 13.900 starfsmönnum.

Stikkorð: Akureyri Nespresso Glerártorg