Svissneski matvælaframleiðandinn Nestlé hefur fest kaup á næringar- og heilsumatvælaeiningu svissneska lyfjafyrirtækisins Novartis fyrir 175 milljarða króna, segir í frétt Dow Jones.

Kaupin þykja sýna viðleitni Nestlé, sem er stærsti matvælaframleiðandi heims, í að einbeita sér í auknu mæli í að bjóða upp á heilsubætandi matvæli. Nestlé segist búast við því að vöxtur í sölu á heilsumatvælum muni verða meiri en í hefðbundnum matvælum á næstunni.

Árleg sala matvælaeiningar Novartis nemur um 65 milljörðum króna og er fyrirtækið annað stærsta sinnar tegundar í heiminum.