Nestlé hefur opnað nýjar höfuðstöðvar fyrir Norðurlöndin í Kaupmannahöfn. Í viðtali við danska blaðið Børsen segir Peter Svensson, yfirmaður fyrirtækisins á Norðurlöndunum, að fyrirtækið telji forsendur fyrir vexti um allt að fimm prósent á ári. Sérstaklega stefnir fyrirtækið að því að auka sölu á kaffihylkjum.

„Fyrirtækið er sterkt á kaffihylkjamarkaðnum á Norðurlöndunum en það er einnig ómettur markaður, ef við berum saman við suður-evrópskar þjóðir, þar sem kaffihylkjavélar eru um fjórðungur kaffimarkaðarins, á meðan í Danmörku eru kaffihylkin aðeins átta prósent. Ég sé þess vegna mikla möguleika fyrir vörumerki eins og Nespresso og Nescafé Dolce Gusto.“