Matvælaframleiðandinn Nestlé hefur nú verið lögsótturí hæstarétti Bandaríkjanna á þeim grundvelli að það hafi átt viðskipti við kakóbaunabændur sem notfærðu sér barnaþrælkun við vinnslu baunanna. Frá þessu er sagt hjá The Independent.

Þá á fyrirtækið að hafa verið meðvitað um þá staðreynd að bændurnir notuðust við barnaþrælkun sem vinnuafl, en þrátt fyrir meðvitund sína um stöðu mála hafi það haldið áfram að skipta við bændurna.

Nestlé harfði þá áður sótt um að málið yrði látið kyrrt liggja, en dómstólar höfnuðu þeirri umsókn. Ákærendurnir eru frá Malí og segja Nestlé sekt um að kaupa barnaþrælkunarkakó frá Fílabeinsströndinni.

Þá eru, samkvæmt vinnumálaráðuneyti Bandaríkjanna, 2,12 milljón börn hneppt í vinnuþrælkun á svæðinu, hvort sem er á Fílabeinsströndinni eða Ghana. Þá á meðal kakóbóndinn 6 börn, en bændafjölskyldur þarlendis lifa oft á fáeinum dölum á dag.