Martin Schulz, forseti Evrópuþingsins leggur til að stofna eigin sameiginlega netdeild innan Europol sem á að hafa eftirlit með afbrotum og áróðri hryðjuverkamanna og öfgahópa á netinu. Þetta kom fram í ræðu sem Martin flutti í þingingu í gær.

Martin sagði þetta í hluta ræðu sinnar sem hann tileinkaði baráttunni gegn hryðjuverkum. Hann sagði að á síðustu árum hefði þingið staðið frammi fyrir þeirri áskorun að uppfæra regluverk Evrópusambandsins í samræmi við internet-öldina. Hann fagnaði nýlegum árangri en pólitíks samstaða náðist um nýja evrópska persónuverndarlöggjöf þann 15. desember sl. Hann sagði að ný löggjöf væri fyrirmynd annarra þegar kæmi að vernd persónuupplýsingar.

Hann sagði að til að berjast gegn hryðjuverkum sem gætu ferðast frjálslega um landamæralaust internet þá þyrfti að leggja áherslu á tvennt. Annars vegar að stofna ofangreinda sameiginlega netdeild innan Europol og hins vegar að stofna þingnefnd, innan evrópuþingsins og þjóðþingum aðilidarríkjanna, til að hafa eftirlit með aðgerðum Europol.

Martin sagði einnig að það væri auðvelt að kenna Evrópu eða Schengen fyrir að hafa ekki tryggt öryggi aðilidarríkjanna, og segja að endurvekja ætti innri landamæri Evrópu. Martin lagði þó áherslu á að ef að Evrópa stæði ekki saman fyrir því frelsi sem álfan hefur barist fyrir, þá myndu hryðjuverkamennirnir sigra.