Risa netárás var gerð á vefsíður fyrirtækja á borð við Twitter, Financial Times, Reddit, eBay og New York Times. Þessu greinir Financial Times frá.

Netárásin hafði mest áhrif á internetnotendur á austurströnd Bandaríkjanna. Árásin beindist að netfyrirtækinu Dyn, sem að yfirfærir nöfn einstaklinga yfir í IP tölur, sem að internetinn skilur og þjónustar þannig stærri fyrirtæki. Fyrirtækið Dyn er eitt af hinu stærsta á sínum markaði, þannig að ljóst er að upp geta komið villuskilaboð ef notendur reyna að nálgast þessar síður, en þó aðallega á Austurströnd Bandaríkjanna eins og áður kemur fram.