Netbankinn hefur ákveðið að hækka vexti sína frá og með 11. júlí í kjölfar stýrivaxtahækkunar Seðlabanka Íslands í gær, segir í tilkynningu.

Seðlabankinn hækkaði vextina um 75 punkta í 13%.

Vextir á óverðtryggðum innlánsreikningum og útlánum Netbankans munu hækka um 0,75% prósentustig. Vextir á óverðtryggðum innlánsreikningum verða því á bilinu 10,50% - 12,45%. Vextir á veltureikningum munu hækka um 0,40 prósentustig.

Vextir á verðtryggðum innlánum munu hækka um 0,10% og vextir á íbúðalánum Netbankans munu hækka um 0,05% og verða því 4,95%.

Netbankinn vill koma því á framfæri til þeirra viðskiptavina sem eru nú þegar með íbúðalán hjá Netbankanum að þessi breyting hefur engin áhrif á kjör þeirra.