Frá og með 1. júní hækka vextir á verðtryggðum og óverðtryggðum innlánum Netbankans um allt að 0,50%. Óverðtryggð innlán bera nú allt að 11,70% vexti og verðtryggð innlán allt að 4,90% vexti segir í tilkynningu félagsins.

Vextir á útlánum haldast óbreyttir. Markaðsreikningur Netbankans ber vexti frá 9,75% - 11,70%. Verðtryggð innlán eru frá 3,60% til 4,90%. Innlánsvextir Netbankans eru þeir hæstu á markaðnum í dag.

Netbankinn er eingöngu starfræktur á Netinu og er stefna Netbankans að bjóða ávallt mjög góð vaxtakjör á innlánum og útlánum. Það að vera starfræktur á netinu gerir Netbankanum kleift að bjóða reikninga og kort með mun hagstæðari vaxtakjörum en aðrir bankar bjóða. Hægt er að stunda viðskipti hjá Netbankanum á Netinu allan sólarhringinn allan ársins hring. Hægt er að hafa beint samband við þjónustufulltrúa með tölvupósti, Netsamtali eða beint í síma milli kl. 9 og 17 alla virka daga.