*

miðvikudagur, 15. júlí 2020
Erlent 18. júlí 2019 08:02

Netflix fatast flugið

Hlutabréfaverð í Netflix féll um 12% í fyrstu viðskiptum eftir að félagið birti sitt versta uppgjör í átta ár.

Ritstjórn
european pressphoto agency

Hlutabréfaverð í Netflix féll um 12% í fyrstu viðskiptum eftir að félagið birti uppgjör í gær. Áskrifendum í Bandaríkjunum fækkaði um 130 þúsund. Utan Bandaríkjanna fjölgaði áskrifendum um 2,8 milljónir sem var um helmingur þess sem stjórnendur Netflix höfðu stefnt að. Hækkun áskriftargjalda er kennt um sem og lítið af nýjum og spennandi þáttaröðum hafi bæst á Netflix á tímabilinu. Uppgjörið er sagt það versta frá félaginu í átta ár.

Stjórnendur félagsins eru þó mun bjartsýnni fyrir næsta ársfjórðung, sem nú stendur yfir vegna frumsýninga þátta á borð við Stranger Things og Orange is the New Black. Þeir telja að sjö milljónir nýrra áskrifenda bætist við hjá Netflix.

Þá mun samkeppnin harðna á næstunni. Walt Disney og Apple hyggjast opna streymisveitur síðar á þessu ári. Comcast og AT&T hyggjast gera slíkt hið sama á næsta ári. Þá hyggjast keppinautar Netflix ekki leyfa félaginu að halda réttinum af mörgum vinsælum sjónvarpsþáttum og kvikmyndum.