Spurn eftir hlutabréfum í Netflix hefur aukist umtalsvert í dag og hafa bréfin hækkað um tæplega 5% það sem af er degi. Béfin hafa ekki hækkað jafn mikið frá því í maí, en orðið á götunni segir að fyrirtækið gæti fengið yfirtökutilboð á næstu dögum.

Viðskiptamiðillinn Bloomberg fjallaði um mál Netflix í dag og í samtali við sérfræðing frá Drexel Hamilton, á Walt Disney að vera að skoða yfirtöku. Gengið á það einnig til að sveiflast mikið þegar það styttist í uppgjör, en fyrirtækið mun birta fjórðungsuppgjör 17 október.

Aðrir aðlar á markaði telja það einnig líklegt að Netflix gæti fengið tilboð frá kvikmyndarisa. Fyrir utan það að ná að breiða kvikmyndum á ótrúlegan máta, hefur fyrirtækið einnig ráðist í framleiðslu á sjónvarpsþáttum sem hafa náð miklum vinsældum.