Myndbandsstreymisfyrirtækið Netflix átti besta árið í fyrra hvað varðar hækkun á verði hlutabréfa sinna. Það hækkaði um 139,2% á árinu 2015. Þá hefur gengi bréfa Amazon einnig hækkað upp úr öllu veldi, eða um 122%.

Í þriðja sæti þessa lista situr svo tölvuleikafyrirtækið Activision Blizzard, en útgáfa fyrstu-persónu skotleiksins Call of Duty: Black Ops III ku hafa mikil áhrif á verð bréfa félagsins.

Þeir sem fjárfestu í hinum svokölluðu FANG-bréfum (Facebook, Amazon, Netflix, Google) áttu gott ár í fyrra. Vísitalan sem miðað er við þegar bréfin eru borin saman er Standard & Poor’s S&P 500.