Gengi hlutabréfa netveitunnar Netflix hefur hækkað um 5% síðan greint var frá því að fyrirtækið ætli að láta nýja áskrifendur greiða meira fyrir kaup á efni. Verðhækkunin mun nema 1-2 dölum, þ.e. 111-223 krónum meira á mánuði en áður. Verðhækkunin tekur gildi um mitt ár. Viðskiptaviniir Netflix í Bandaríkjunum greiða nú um 7,99 dali á mánuði nú eða tæpar 900 krónur fyrir áskriftina.

Breska dagblaðið Guardian segir að þegar sé búið að gera tilraun á Írlandi til að sjá hvaða áhrif verðhækkun geti haft. Niðurstöðurnar séu þær að verðhækkun hafi lítil áhrif. Reyndar er rifjað upp að síðast hafi verið gerð tilraun til að hækka verðið árið 2011. Afleiðingarnar hafi verið skelfilegar.

Nota á verðhækkunina til að kaupa meira efni fyrir Netflix.