Hlutabréf streymisþjónustunnar Netflix hafa hækkað um 50% það sem af er af árinu 2018. Í lok árs 2017 var hlutabréfaverðið um 200 dalir en nú er það rúmlega 300 dalir.

Markaðsvirði Netflix er því um 130,6 milljarðar dala að því er Fortune greinir frá . Miðað við gengi dagsins í dag er það um 13.181 milljarður íslenskra króna.

Á síðustu fimm árum hefur hlutabréfaverð Netflix hækkað um 1.000% en í mars árið 2013 var verð bréfanna 26 dalir. Félagið hefur vaxið ört á undanförnum árum en á síðasta ársfjórðungi ársins 2017 bætti það við sig 8,3 milljónum áskrifenda sem fór langt fram úr spám flestra greinenda. Samtals eru áskrifendur félagsins því 117 milljónir.