Það blasa við nýir tímar í afþreyingarmiðlun, þó ekki verði séð að Ríkisútvarpið (RÚV) eða myndmiðlar 365 hafi brugðist sérstaklega við því. Öðru nær raunar, þegar horft er til innviðaáforma RÚV.

Að ofan má sjá öran vöxt í áskriftarsölu Netflix utan Bandaríkjanna, en sú sókn hefur ekki síst borið árangur í norðanverðri Evrópu (aðallega þar sem almennur skilningur er á ensku og talsetning tíðkast ekki). Þar hafa aðrir afþreyingarmiðlar hins vegar ekki setið aðgerðalausir hjá. Bæði í Þýskalandi, Ítalíu og Frakklandi búast menn við aukinni samkeppni á næstu mánuðum og þar hafa gervihnatta- og kapalstöðvar því að undanförnu boðið svipuð áskriftartilboð og Netflix, sem nú er með meira en 40 milljón áskrifendur á heimsvísu.

Fjallað er um málið í Viðskiptablaðinu sem kom út í gær. Áskrifendur geta nálgast blaðið í heild hér að ofan undir liðnum tölublöð .