*

fimmtudagur, 21. janúar 2021
Erlent 24. október 2020 16:01

Netflix horfir til Afríku

Streymisveitan Netflix leitar leiða til þess að herja í auknum mæli á Afríkumarkað. Dýrar og hægar nettengingar helsta hindrunin.

Ritstjórn
european pressphoto agency

Streymisveitan Netflix leitar leiða til þess að herja í auknum mæli á Afríkumarkað og hefur afrískt sjónvarpsefni verið að bætast inn á streymisveituna undanfarið. Helstu aðgangshindranir sem streymisveitan þarf að vinna bug á eru hægar og dýrar nettengingar, auk þess sem skortur er á traustum og öruggum greiðslumiðlunarkerfum í álfunni. Reuters greinir frá. 

Streymisveitan vinsæla er með 193 milljónir áskrifenda um heim allan og vonast til að bæta vel í áskrifendahópinn með því að sækja inn á afrískamarkaðinn. 

Netflix hefur þegar gengið frá samstarfssamningum við Vodacom og Telekom í Suður-Afríku og vinnur í að gera fleiri samninga til að geta aukið umsvif sín í álfunni.

Stikkorð: Afríka Netflix