*

mánudagur, 6. júlí 2020
Erlent 24. maí 2018 19:00

Netflix verðmætasta fjölmiðlafyrirtækið

Netflix er nú orðið verðmætara en Walt Disney Co. en hið síðar nefnda hefur aukið við þjónustu sína að undanförnu.

Ritstjórn
Netflix streymisveita
european pressphoto agency

Netflix tók fram úr Walt Disney Co. í markaðsvirði og er þar af leiðandi orðið verðmætasta fjölmiðlafyrirtækið. Þetta kemur fram á vef Bloomberg. 

Hlutabréfaverð streymisveitunnar hækkaði um 1,5%. Netflix jók tekjur sínar um 40% á síðast ársfjórðungi. 

Disney hefur undanfarið brugðist við breyttum aðstæðum á markaði með því að færa þjónustu sína einnig á vefinn. 

Stikkorð: Disney Netflix