Rannsókn Hub Entertainment Research vestanhafs leiðir í ljós að sjónvarpið er að deyja.

Spurt var hvernig fólk horfði á sína uppáhaldsþætti, afþreyingarefni eftir skrifuðu handriti (þ. á m. „raunveruleikasjónvarp"!).

Í ár gerðist það að Netflix seig fram úr hefðbundinni, línulegri sjónvarpsdagskrá að því leyti og sú þróun mun ágerast.

Það hlýtur að vera umhugsunarefni á Íslandi sem annars staðar, þar sem fólk vill og getur valið dagskrána sjálft í síaukinni háskerpu og því öllu. Við það getur hefðbundin sjónvarpsútsending ekki keppt, hvorki tæknilega né að efnisvali.