Kvikmyndaveitan Netflix tilkynnti eftir uppgjör annars ársfjórðungs að fyrirtækið myndi halda áfram að stækka. Nú stefnir fyrirtækið á að hefja starfsemi í Noregi, Danmörku, Svíþjóð og Finnland. Þetta kemur fram á vefsíðu TechCrunch.

Notendur Netflix eiga þá möguleika á að streyma Hollywood kvikmyndum á netinu og öðru efni fyrir lágt mánaðargjald.

Fyrirtækið hefur verið að stækka stöðugt síðan um haustið 2010 og er nú farið að skila hagnaði.