*

mánudagur, 13. júlí 2020
Erlent 21. maí 2014 12:55

Netflix til Þýskalands og Frakklands

Netflix er með 48 milljónir áskrifenda í yfir 40 löndum. Samkvæmt könnun eru um 20 þúsund heimili á Íslandi með Netflix.

Ritstjórn

Kvikmyndaveitan Netflix tilkynnti í morgun að veitan muni opna fyrir þjónustu sína í Þýskalandi, Frakklandi, Austurríki, Sviss, Belgíu og Lúxemborg. 

Sérstaða flestra þessara landa er sú að þau eru öll vön því að horfa á kvikmyndir og þætti á eigin tungumáli. Það er nánast algilt í Þýskalandi og Austurríki.

Netflix hefur að eigin sögn 48 milljónir áskrifenda í yfir 40 löndum.

Netflix hyggst ekki opna fyrir þjónustu sína á Íslandi á næstunni.

Þrátt fyrir það voru um 20 þúsund heimili með Netflix hérlendis í febrúar. Þetta sýndu niðurstöður könnunar MMR fyrir Viðskiptablaðið.

Einn af hverjum sex Íslending­um eða 16,7% var þá með aðgang að Netflix á sínu heimili samkvæmt könnuninni.

5,5% svarenda sögðust ekki vera með þjón­ustuna en að þeir ætluðu  að fá sér áskrift á næstu sex mánuðum.

Stikkorð: Netflix