Bandaríska efnisveitan Netflix, greindi frá því í gær að áskrifendur væru nú um 104 milljónir. Samkvæmt fyrirtækinu eru áskriftartölurnar merki um að fjárfestingar í nýjum þáttaröðum og kvikmyndum eru að skila þeim árangri sem til var ætlast. Fyrirtækið birti í gærkvöldi milliuppgjör fyrir annan ársfjórðung og kom þar fram að á tímabilinu hefði áskrifendum fjölgað um 5,2 milljónir. BBC greinir frá.

Gengi hlutabréfa fyrirtækisins hækkaði um rúm 10% á eftirmarkaði eftir að milliuppgjörið birtist. Hagnaður á tímabilinu nam 65,6 milljónum dollara og jóskt um 60% miðað við sama tíma í fyrra. Tekjur námu 2,8 milljörðum dollara og jukust um 32% milli ára.