Að ofan gefur að líta þróunina á nærmarkaði auglýsinga í Bandaríkjunum, það er að segja auglýsingaútgjöld til staðbundinna miðla, ekki þeirra sem koma út eða er dreift á landsvísu. Sá markaður er enda talsvert einhæfari og segir því ekki alla sögu.

Það er undravöxtur netsins sem mestu skiptir, en salan þar virðist aukast með lógaritmískum hætti. Sem skýrist af því að þeirri gerð auglýsinga hefur ekki aðeins vaxið fiskur um hrygg, heldur er sífellt að bætast við ný móttökutæki þeirra: snjallsímar, spjaldtölvur, snjallúr o.s.frv. Aðrir miðlar hafa allir gefið eftir. Enginn þó eins og dagblöðin. Eða prentútgáfur þeirra, öllu heldur, því þau fara flest mikinn á netinu.