Internetið er orðið stærsti auglýsingamiðillinn í Noregi. Netauglýsingar seldust fyrir 1,3 milljarða norskra króna á þriðja fjórðungi eða um 26 milljarða króna. Þetta kemur fram í tölum sænsku auglýsinga- og fjölmiðlatölfræðistofnunarinnar í Stokkhólmi, sem norski vefurinn e24 vísar til í dag.

Stofnunin segir að auglýsingasala á netinu hafi skilað 2,8 milljörðum meira en auglýsingasala í dagblöðum gerði á þriðja fjórðungi. Velta á auglýsingamarkaði nam 4,4 milljörðum norskra króna á fjórðungnum. Það gerir alls um 88 milljörðum íslenskra króna. Þetta er 4,9 prósenta aukning frá sama tímabili í fyrra.