Icelandair mun frá og með deginum í dag bjóða viðskiptavinum sínum að innrita sig á netinu í öll flug. Farþegar geta innritað sig í flug sitt með um það bil sólarhringsfyrirfara á icelandair.is, að því er kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu.

Innritunarferlið tekur stuttan tíma. Farþegi skráir inn eftirnafn og bókunarnúmer og býðst þá að velja sæti í vélinni. Þvínæst er brottfaraspjald prentað út, en ferlið ku taka innan við eina mínútu. Farþegar geta síðan gengið beint í öryggisleit þegar upp á flugvöll er komið, og þeir sem eru með farangur rétta starfsmanni á innritunarborði farangur sinn eftir að hafa prentað út farangursmiða.

"Netinnritunin er liður í að auka þægindi farþega og stytta biðtíma í Leifsstöð. Þróunin er sú að langflestir kaupa rafræna farseðla á netinu og netinnritunin er eðlilegt framhald á því.  þjónusta hefur verið í tæknilegum undirbúningi hjá okkur um tíma og við lögðum áherslu á að byrja hérna á Íslandi, þar sem flestir okkar farþega eiga leið um. Við munum svo innan tíðar bjóða upp á netinnritun frá áfangastöðum okkar erlendis", segir Gunnar Már Sigurfinnson, framkvæmdastjóri sölu og markaðssviðs Icelandair í tilkynningu.