Bandarísku netfyrirtækin Google og Facebook greiða engan virðisaukaskatt af kaupum íslenskra fyrirtækja af auglýsingum hjá þeim. Það sama á við um netveituna Netflix sem er ekki á virðisaukaskattsskrá á Íslandi þótt enda virðist þjónustan seld í gegnum erlendar IP-tölur og því skráð erlendis.

Fram kemur í Morgunblaðinu í dag að sala á auglýsingum í gegnum Facebook og dreifikerfi Google flokkast undir rafræna sölu eða afhendingu frá erlendum aðila. Jón Guðmundsson, sérfræðingur í virðisaukaskatti hjá ríkisskattstjóra, segir í samtali við Morgunblaðið að erlendum aðila sem ber ekki með heimilisfesti á Íslandi og er að selja og afhenda rafræna þjónustu, að innheimta af því virðisaukaskatt og tilkynna starfsemi sína hér ef sala ársins fer yfir milljón. Aðilar sem selji þjónustu sem er afhent rafrænt fyrir milljón eða minna skulu undanþegnir skattskyldu. Er það samkvæmt almennu ákvæði í virðisauka- skattslögunum og á líka við íslensk fyrirtæki.

Hann segir að þegar erlend fyrirtæki sem hafa ekki lagalega stöðu á Íslandi selji hér rafræna vöru og þjónustu geti það valdið vandkvæðum. „Venjan er sú að stærri fyrirtæki sem afhenda rafræna þjónustu hér skrá sig og fá sér umboðsmann sem sér um alla þessa hluti hér og í hinum ýmsu löndum,“ segir hann. Ekkert slíkt er hér á landi.