Evrópusambandið hefur lagt fram drög að áætlun þess efnis að á opinberum stöðum í ríkjum sambandsins verði gjaldfrjáls nettenging.

Þetta var meðal þess sem var tilkynnt í ársræðu forseta framkvæmdarstjórnar ESB, Jean-Claude Junker.

Hann vill einnig að öll ESB ríki stefni að því að taki upp 5G tæknina fyrir lok árs 2020.

Talið er líklegt að þetta komi ekki til með að þetta eigi ekki við Bretland, þar sem að þeir verði gengnir úr sambandinu fyrir þann tíma.

Reglur um gagnareiki ekki enn komnar í gagnið

Að mati Junker er nettenging að verða sífellt mikilvægara á tækniöld og því vilji hann að hver einasta borg og þorp innan Evrópusambandsins taki upp gjaldfrjálsa nettengingu fyrir árið 2020. Í tilkynningu frá ESB kemur fram að þetta myndi ná til garða, torga, bókasafna og opinberra bygginga. Það myndi þýða að ESB þyrfti að eyða um 120 milljónum evra í verkefnið, eða því sem jafngildir tæplega 16 milljörðum íslenskra króna.

Evrópusambandið hafði nú þegar sett sér markmið um að það þyrfti ekki að borga aukalega fyrir gagnareiki þegar þú ferð á milli ríkja sambandsins, en það hefur enn ekki verið gert.

Um þetta er fjallað nánar á vef BBC.