Einn af netþjónunum  sem WikiLeaks notaði til að dreifa leyndarmálum út um allan heim er nú til sölu á ebay. Gögnin sem birt voru fylgja þó ekki með, segir á vefsvæðinu Veckans Affärrer.

Það er tölvufyrirtækið Bahnhof sem selur netþjóninn í Stokkhólmi. Bahnhof segir í fréttatilkynningu að tekjur af sölunni muni renna til þess að styrkja tjáningarfrelsið.

Hæsta boð í netþjóninn er í kringum 12 þúsund bandaríkjadollarar, eða rétt undir 1,5 milljónum króna.