*

miðvikudagur, 4. ágúst 2021
Innlent 29. maí 2013 08:06

Nettó kemur í stað Iceland

Stefán Ragnar Guðjónsson hjá Samkaupum segist ekki óttast samkeppnina á matvörumarkaði á Grandagarði.

Ritstjórn
Birgir Ísl. Gunnarsson

Lágvöruverðsverslun Iceland á Grandagarði verður lokað í sumar og mun verslun Nettó opna í staðinn í byrjun ágúst, að sögn Morgunblaðsins. Iceland opnaði verslunina í desember í fyrra. Eins og fram kom á vb.is í gær er fjöldi verslana í nágrenni verslana Iceland og Nettó.

Stefán Ragnar Guðjónsson, forstöðumaður innkaupa- og markaðssviðs Samkaupa, segir í samtali við blaðið að hann óttist ekki samkeppnina.