Indversk stjórnvöld munu nú koma á WiFi tengingu í 1.050 indversk þorp. Átak ríkisstjórnarinnar ber nafnið Digital Villege. Samkvæmt áætlun stjórnvalda ætti að vera komið á netsamband í þorpunum innan sex mánaða. CNN gerir þetta að umfjöllunarefni sínu.

Byggðir verða sérstakir WiFi turnar og í kjölfarið geta þorpsbúar tengst netinu í gegnum snjallsíma sína. Að undanförnu hafa hinir ýmsu tæknirisar stefnt að sama markmiði; að netvæða þetta næst fjölmennasta ríki heims, sem býður upp á gífurlega stóran nýjan markað netvæddra.

Google hefur nú þegar hrundið af stað sínu eigin verkefni í Indlandi, sem felst í því að að setja upp nettengingu á hinum ýmsu brautarstöðvum á Indlandi. Facebook hefur einnig reynt að bjóða upp á svipaða þjónustu og indverska ríkið, en flæktist í indverska regluverkinu.

Áætlað er að fyrstu skref verkefnisins kosti indversk stjórnvöld um 62 milljónir dollara og að stefnt sé að því að netvæða fleiri þorp í kjölfarið, að sögn indverskra ríkisins.

Grunnþjónusta úti á landi

Að sögn Aruna Sundarajan, starfsmanni indverska tækniráðuneytisins, er markmiðið að auðvelda grunnþjónustu sem tengist uppbyggingu í menntun og heilbrigðismálum, með netvæðingunni.

Jafnframt hefur vægi netvæðingar í Indlandi aukist í kjölfar þess að indversk stjórnvöld bönnuðu 86% reiðufés í landinu og í kjölfarið hefur stafræna hagkerfinu í Indlandi vaxið fiskur um hrygg.