Hún er mjög misjöfn, netvæðing heimsbyggðarinnar þegar horft er til einstakra heimshluta. Sem sjá má er nánast 90% íbúa N-Ameríku kominn á netið og tæp 80% í Evrópu. Þar er því ekki mörg ný lönd að vinna.

Samanlagt ræðir þar alls um 24% netverja heimsins. Í Asíu er ekki nema tæplega helmingur manna kominn á netið, en þar ræðir þó um rúmlega helming allra netnotenda heims. Og nóg eftir fyrir markaðsdeildir símfélaga og símframleiðenda að gera sér mat úr. Enn frekar þá í Afríku, þar sem markaðurinn mun vafalaust eflast mikið á komandi árum.