*

laugardagur, 16. október 2021
Erlent 10. júní 2020 11:20

Netverslun Inditex tvöfaldast

Netverslun hjá eiganda Zöru, Inditex, jókst um 95% í apríl, félagið gerir ráð fyrir að hluti aukningarinnar sé varanlegur.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Netverslun hjá Inditex, sem á meðal annars fataverslunina Zöru, hefur aukist um 95% í apríl. Aukningin kemur vegna lokunum búða, vegna COVID, en félagið gerir ráð fyrir að hluti af aukningunni verði varanlegur. Frá þessu segir BBC.

Félagið, sem á einnig Bershka og Pull & Bear, gerir ráð fyrir að fjórðungur af sölu fyrirtækisins verði í gegnum vefverslun síðunnar árið 2022, samanborið við 14% árið 2019.

Þrátt fyrir aukningu í gegnum netverslun hefur heildarsala félagsins á fyrsta ársfjórðungi 2020 minnkað um 44%, eða úr 5,9 milljörðum evra í 3,3 milljarða. Tap rekstursins nam fyrir fyrsta ársfjórðung ársins 409 milljónum evra.

Stikkorð: Zara Netverslun Inditex