Netviðskipti eiga auknum vinsældum að fagna í Danmörku og virðast vera að festast í sessi í kauphegðun neytenda, segir greiningardeild Landsbankans.

Netviðskipti voru lítil lengi framan af en fjöldi færslna í netviðskiptum hefur aukist um nánast 50% árlega, samkvæmt upplýsingum frá greiðslukortafyrirtækinu PBS. Árið 2005 voru um 20 milljón færslur skráðar í netviðskiptum, en það er 40% aukning frá árinu áður.

Þess má geta að árið 1999 var fjöldi færslna einungis 100 þúsund. Þrátt fyrir vöxt í netviðskiptum telja talsmenn netverslunarmanna að ekki séu allir söluaðilar sem hyggi á innreið á netmarkaðinn.

Morten Kapmer, formaður dönsku eBusiness samtakanna telur að þeir söluaðilar sem séu á netmarkaðnum í dag séu þeir sömu og fyrir tveimur árum.

Ennfremur segir hann sölutölur um netverslun í Danmörku vera í meðallagi ef þær eru bornar saman við önnur lönd og spáir áframhaldandi vexti í netviðskiptum, sérstaklega netuppboðum.