Tískuvikan í New York skilar um 865 milljónum Bandaríkjadala eða 110 milljörðum króna til borgarinnar á þessu ári. Tekjur borgarinnar af tískuvikunni hafa aukist um 12% frá metárinu 2007 þegar tískuvikan skilaði 773 milljónum Bandaríkjadala.

Bloomberg, borgarstóri í New York, segir að tíska sé ein af ástæðum þess að efnahagssamdrátturinn hafi haft minni áhrif í New York en í öðrum borgum en þar starfa hátt í 200 þúsund manns við tískuiðnaðinn.