Dagblaðið New York Post hefur gert allt vitlaust með forsíðu um viðskiptamanninn Menachen Stark sem fannst myrtur á Long Island á föstudaginn.

Stark var leigusali og strangtrúaður gyðingur sem virðist hafa átt marga óvini og aflað sér óvinsælda með viðskiptum sínum og þá aðallega svikum og prettum í tengslum við húsnæðismál. Hann fannst myrtur í ruslagámi en daginn áður var honum rænt af skrifstofu sinni.

Á forsíðu New York Post er mynd af Stark og þar stendur: „Hver hefði ekki viljað hann dauðan?” Fyrir ofan þessa stóru fyrirsögn stendur: „Leigusali fannst dauður í ruslagámi.” Orðið „Slumlord" er notað yfir leigusala sem þykir sérstaklega niðrandi.

Margir hafa hneykslast á forsíðunni og þá aðallega á samfélagsmiðlinum Twitter.

The Huffington Post segir frá .