Rússneskir milljarðamæringar töpuðu um 2/3 hluta auðæfa sinna á síðastar ári samkvæmt lista Forbes yfir ríkustu menn heims.

Á listanum í ár eru um 793 manns sem teljast til milljarðamæringa en 330 nöfn hafa horfið af listanum milli ára.

Rússneskum milljarðamæringum fækkar nokkuð á listanum, úr 87 manns í 32 en þar af búa 27 þeirra í Moskvuborg. Á milli þessara 87 manna töpuðust tæplega 370 milljarðar dala á síðasta ári.

Af þeim sem eru á lista Forbes búa 55 þeirra í New York í Banaríkjunum en samanlagður auður þeirra gerir það að verkum að New York telst til „ríkustu borgar heims“ samkvæmt lista Forbes og slær þar með út Moskvu sem í fyrra var „ríkasta borg heims“ samkvæmt sama mælikvarða.

Moskva fellur reyndar niður í þriðja sæti í ár því 28 einstaklingar af lista Forbes búa í Lundúnun.