Stefna slitastjórnar Glitnis sem upphaflega var höfðuð í New York verður brotin upp í mörg mál sem höfðuð verða á Íslandi. Ekki er talið líklegt að nákvæmlega sömu aðilum og stefnt var í New York verði stefnt en það mun þó eiga við um þorra þeirra. Heimildir Viðskiptablaðsins herma að fleiri einstaklingum verði stefnt hér heima en voru á meðal þeirra stefndu í New York. Því muni einhverjir nýir bætast í þann hóp. Undirbúningur málshöfðananna er á lokastigi hjá slitastjórninni og málin munu fara af stað á Íslandi á næstunni.

Málatilbúnaðurinn í New York snérist um að krefja svokallaða klíku Jóns Ásgeirs Jóhannessonar um 2 milljarði dali, um 230 milljarða króna, fyrir að hafa rænt Glitni innanfrá. Til viðbótar við Jón Ásgeir var þeim Ingibjörgu Pálmadóttur, Lárusi Welding, Pálma Haraldssyni, Hannesi Smárasyni, Þorsteini M. Jónssyni, Jóni Sigurðssyni og PWC stefnt vegna meintrar aðildar sinnar að málinu.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun.

Meðal annars efnis í blaði morgundagsins er:

  • Strönduð OR bregst við vonlausri stöðu
  • Ómögulegt umhverfi fyrir sjálfstæða endurskoðendur, segir Eymundur Einarsson
  • Samráð hefur ekki skaðað orðsporið, segir Viðar Þorkelsson forstjóri Valitor í viðtali við Viðskiptablaðið.
  • Fæst eftirlitsmál Kauphallar eru gerð opinber
  • Íslandsbanki leggur fram ítarlegan gagnapakka í máli gegn Capacent
  • Dæmt í málum heildsöluinnlána á föstudag
  • Dægurmál: Eagles koma peningum Íslendinga á hreyfingu
  • Veiði: Bændur leggja net fyrir lax
  • Fréttaskýring: Ekki allir jafn sáttir með áætlun um afnám hafta
  • Heimurinn hefur aldrei átt fleiri milljarðamæringa
  • Ný mál tengd Kaupþingi til rannsóknar