*

laugardagur, 25. september 2021
Innlent 3. janúar 2014 09:53

The New York Times fjallar um Hlemm

Hótelið Hlemmur þykir þægilegra en hefðbundið hostel en þar eru ekki eins mikil þægindi og búast má við á hefðbundnu hóteli.

Ritstjórn
Birgir Ísl. Gunnarsson

Ítarleg umfjöllun er um hótelið Hlemmur á ferðasíðu The New York Times í dag. Þar segir að hægt sé að fá herbergi á hótelinu á verðbilinu 2500 krónur til 20 þúsund krónur. 

Greint er frá því að hótelið hafi verið opnað í júní í fimm hæða byggingu í miðborg Reykjavíkur. Það sé staðsett á Laugavegi, aðalgötunni í miðborg Reykjavíkur. Þar séu 180 svefnpokapláss í sameiginlegum herbergjum á tveimur hæðum og 17 hótelherbergi á einni hæðinni. Til standi að standsetja fleiri herbergi á öðrum tveimur hæðum. 

Í niðurlagi greinarinnar segir hótelgagnrýnandinn, Ingrid K. Williams, að Hlemmur sé þægilegra en hostel en þægindin séu minni en búast megi við á hefðbundnu hóteli.