Staðan á íslenska fasteignamarkaðinum er umfjöllunarefni blaðamanns New York Times í dag. Í greininni er lýst fasteign til sölu í Bryggjuhverfinu í Reykjavík sem sett er á 46,9 milljónir króna.

Fasteignamarkaðinum er síðan lýst og rætt er við Gúðrunu Jónsdóttur, deildarstjóra vísitöludeildar hjá Hagstofu Íslands. Bent er á að kaupsamningar á síðasta ári voru færri en 3000 í Reykjavík.

New York Times ræðir einnig við Þorleif St. Guðmundsson, fasteignasala hjá Eignamiðlun. Þorleifur greinir frá verðhruni á fasteignamarkaðinum frá október 2008  og hvernig ástandið versnaði vegna verðbólgu. Hann segir að markaðurinn hafi nú náð jafnvægi.

Umfjöllun New York Times virðist sérstaklega ætluð erlendum fjárfestum. Haukur Hauksson fasteignasali segir að fjárfestar sjái tækifæri á íslenska markaðinum. Helst séu kaupendurnir frá Bretlandi og öðrum Evrópuríkjum, en einnig komi þeir frá Bandaríkjunum.

Greinina má lesa hér .