New York Times birti í gær úttekt á ástandi íslensks efnahagslífs undir fyrirsögninni „Ísland, lítill orkubolti, missir dampinn“.

Í greininni segir að uppgangur efnahagslífsins hafi endað með því að „blaðran sprakk“ á sársaukafullan hátt, gjaldmiðillinn hrapaði, verðbólga eykst, hátt vaxtahlutfall og spá um fyrsta samdráttarskeið landsins síðan 1992 séu niðurstaðan.

Í fréttinni segir einnig að í augum margra Íslendinga sé landið fórnarlamb erlendra spákaupmanna. Í augum utan að komandi fjárfesta sé Ísland hins vegar fórnarlamb eigin óhófs. Bankar landsins, tákn umbreytingar landsins úr fátæku fiskimannasamfélagi í eina af stjörnum efnahagslífs á heimsvísu, séu nú að berjast við orðróma um að þeir þurfi á björgun að halda.

Einnig er í fréttinni haft eftir Paul Rawkins, sérfræðingi Fitch í málefnum Íslands, að fjárfestar hafi áhyggjur af því að bankarnir hafi ekki aðgang að mörkuðum, vegna lánsfjárskreppunnar. Yfirvöld gætu þurft að bjarga þeim, en þau eiga ekki fjármagnið til þess.

Frétt New York Times má nálgast hér .

Fréttin birtist einnig í Scotland on Sunday.