„Það er New Yorkerinn, ekki spurning,“ segir Róbert Árni Jörgensen, eigandi Hlöllabáta, spurður að því hvaða bátur sé vinsælastur hjá þeim.

Róbert Árni segir viðskiptavini Hlöllabáta vanafasta og vita hvað þeir vilja.

„New York báturinn og Línubáturinn eru elstu bátarnir og hafa alla tíð verið vinsælastir þó að New York sé í fyrsta sæti. Það eru margir sem koma hingað reglulega og breyta aldrei til. Þeir eru kannski búnir að að taka New Yorker í 26 ár,“ segir Róbert Árni og útskýrir að þessir bátar eigi mjög harða aðdáendur og þeim finnist þeir jafnvel vera að svíkja lit ef þeir prófa aðra báta.

„Þessir allra hörðustu koma bara inn og kalla „New York“ og hann er kominn eftir tvær mínútur. Þeir hafa kannski aldrei skoðað matseðilinn, en þetta eru þeir allra hörðustu,“ segir Róbert Árni.