News Corp., fjölmiðlaveldi Rupert Murdoch, hugar nú að framtíð samfélagssíðunnar Myspace. Jonathan Miller, yfirmaður hjá félaginu, segir að félagið reyni nú að átta sig á hvað það geti gert við Myspace.

News Corp. keypti Myspace árið 2005. Kaupverð var 580 milljónir dala. Talið er að ef félagið verður selt í dag verði kaupverð á bilinu 50 til 200 milljónir dala. Mögulegt virði byggir á mati félagsins MocoSpace sem hefur lýst yfir áhuga á að kaupa Myspace.

Vinsældir Myspace hafa minnkað verulega á kostnað vinsælda Facebook. Myspace tilkynnti í janúar að störfum yrði fækkað hjá félaginu um 500, eða 47% allra starfa.