Apple og News Corp hafa frestað útgáfu á nýju stafrænu dagblaði fyrir Ipad.  Wall Street Journal greinir frá.

Nýja dagblaðið, sem mun bera heitið The Daily, átti að koma út í fyrsta sinn næstkomandi miðvikudag.  News Corp staðfesti frestunina en vill ekki tjá sig frekar um málið.

News Corp, sem stofnað var af Rupert Murdoch, gefur m.a. út The Wall Street Journal, New York Post, The Sun, The Sunday Times, The Times og Daily Telegraph. Einnig rekur félagið Fox  sjónvarpsstöðvarnar auk þess að eiga umtalsverðan hlut í bresku Sky sjónvarpsstöðvunum.

Félagið hefur gert yfirtökutilboð til annarra hluthafa í Sky og hafa þeir samþykkt það..  Framkvæmdastjórn ESB hefur úrskurðað að yfirtakan standist samkeppnisreglur ESB en breska stjórnin er nú með málið í fanginu.  Mismundandi skoðanir eru meðal ráðherra um málið og óvíst hver niðurstaðan verður.